Wales verður án Aaron Ramsey í komandi leikjum í undankeppni EM 2020 í byrjun septembermánaðar. Wales mætir þá Aserbaísjan og spilar síðan vináttulandsleik við Hvíta Rússland þremur dögum síðar.
Aaron Ramsey yfirgaf Arsenal í sumar og samdi við ítalska félagið Juventus. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik hjá Juventus á leiktíðinni þegar hann kom inn á sem varamaður og spilaði 20 mínútur í æfingarleik á móti Triestina.
Ryan Giggs valdi Aaron Ramsey í hópinn sinn en leikmaðurinn hefur nú tilkynnt inn forföll.
Aaron Ramsey has withdrawn from the Wales squad for the Euro 2020 qualifying matches against Azerbaijan and Belarus next month.https://t.co/3j96zXz8s4pic.twitter.com/JDyUdB26pA
— BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019
Aaron Ramsey tognaði aftan í læri í leik með Arsenal í apríl og hefur ekki spilað heilan leik síðan.
Aaron Ramsey hefur enn ekki komið við sögu í þessari undankeppni EM sem hófst í mars. Hann hefur skorað 14 mörk í 58 landsleikjum fyrir Wales.
Ryan Giggs hafði þegar tekið þá ákvörðun að velja fyrirliðann Ashley Williams ekki í hópinn. Það vantar því mikla reynslu í velska liðið í komandi leikjum.
Wales er í fjórða sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2020 eftir tapleiki á móti Króatíu og Ungverjalandi í júní.