"Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 20:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56