Heimildamyndin KAF frumsýnd í Bíó Paradís Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 13:18 Úr heimildamyndinni KAF. Heimildarmyndin KAF verður frumsýnd 5. september en hún gefur innsýn í heim Snorra Magnússonar, þroskaþjálfara, sem hefur helgað lífi sínu kennsluaðferðum í ungbarnasundi. Í heimildamyndinni er fylgst með hvítvoðungum stálpast og þroskast og því hvernig foreldrar kynnast börnum sínum í gegnum upplifun í vatni. KAF fjallar einnig um fyrstu mánuðina í lífi barna, árin sem enginn man. Þessi aldur hefur ekki mikið verið kannaður en nýjustu rannsóknir sýna hins vegar fram á að ungabörn búa yfir hæfileika til að tjá sig og leiða samskiptin mun fyrr en áður var haldið. Á Íslandi ríkir mikil sundmenning, þar sem ekki skortir heitt vatn, og geta börnin verið lengur í lauginni en erlendis. Hlutfall barna á Íslandi sem fara í ungbarnasund er því hærra en annars staðar í heiminum. Snorri hefur á undanförnum 28 árum, kennt þúsundum barna ungbarnasund og þannig seitlar hans vinna út í allt samfélagið. „Myndin er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem Snorri hefur byggt upp litríkan heim milli fjalls og fjöru sem skýlir foreldrum og börnum fyrir veðri og vindum allan ársins hring,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin er eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur. Bergsteinn Björgúlfsson sá um kvikmyndatöku, Björn Viktorsson er hljóðhönnuður, tónlistin var í höndum dönsku hljómsveitarinnar Efterklang og Andri Steinn Guðjónsson sá um klippingu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um höfunda og klippara myndarinnar auk þess sem stiklu myndarinnar má sjá að neðan.Klippa: KAF - sýnishorn Börn og uppeldi Sund Sundlaugar Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Heimildarmyndin KAF verður frumsýnd 5. september en hún gefur innsýn í heim Snorra Magnússonar, þroskaþjálfara, sem hefur helgað lífi sínu kennsluaðferðum í ungbarnasundi. Í heimildamyndinni er fylgst með hvítvoðungum stálpast og þroskast og því hvernig foreldrar kynnast börnum sínum í gegnum upplifun í vatni. KAF fjallar einnig um fyrstu mánuðina í lífi barna, árin sem enginn man. Þessi aldur hefur ekki mikið verið kannaður en nýjustu rannsóknir sýna hins vegar fram á að ungabörn búa yfir hæfileika til að tjá sig og leiða samskiptin mun fyrr en áður var haldið. Á Íslandi ríkir mikil sundmenning, þar sem ekki skortir heitt vatn, og geta börnin verið lengur í lauginni en erlendis. Hlutfall barna á Íslandi sem fara í ungbarnasund er því hærra en annars staðar í heiminum. Snorri hefur á undanförnum 28 árum, kennt þúsundum barna ungbarnasund og þannig seitlar hans vinna út í allt samfélagið. „Myndin er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem Snorri hefur byggt upp litríkan heim milli fjalls og fjöru sem skýlir foreldrum og börnum fyrir veðri og vindum allan ársins hring,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin er eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur. Bergsteinn Björgúlfsson sá um kvikmyndatöku, Björn Viktorsson er hljóðhönnuður, tónlistin var í höndum dönsku hljómsveitarinnar Efterklang og Andri Steinn Guðjónsson sá um klippingu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um höfunda og klippara myndarinnar auk þess sem stiklu myndarinnar má sjá að neðan.Klippa: KAF - sýnishorn
Börn og uppeldi Sund Sundlaugar Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira