Félagið Ísland-Palestína gagnrýnir slæma stöðu hinsegin fólks í Palestínu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. ágúst 2019 08:45 Ísland-Palestína harmar slæma stöðu hinsegin fólks. Nordicphotos/Getty Félagið Ísland-Palestína hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem slæm staða hinsegin fólks í landinu er hörmuð. Stjórnarmaður segir að Ísland-Palestína taki ávallt stöðu með mannréttindum. „Allt okkar starf hefur grundvallast á að alþjóðalög séu virt og samstöðu með mannréttindum,“ segir Einar Steinn Valgarðsson, stjórnarmaður í félaginu. „Við teljum að deilur Írasels og Palestínu verði ekki leystar á réttlátan hátt ef mannréttindi verði ekki höfð að leiðarljósi.“ Félagið hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem staða hinsegin fólks er hörmuð. Tilefnið var fréttir af því að yfirvöld á Vesturbakkanum bönnuðu alla starfsemi samtaka hinsegin fólks. Þau voru hins vegar gerð afturreka með bannið eftir þrýsting frá mannréttindasamtökum víða um heim.Einar Steinn Valgarðsson.AðsendEinar segir að þó að félag eins og Ísland-Palestína hafi takmörkuð áhrif í stóra samhenginu þá sýni sagan að alþjóðlegur þrýstingur skipti máli. Því sé mikilvægt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Munur er á lagalegri stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Á Vesturbakkanum hefur samkynhneigð ekki verið bönnuð en á Gasaströndinni er hún ólögleg að viðlagðri harðri refsingu. Stjórnvöld á Vesturbakkanum hafa hins vegar verið að herðast í afstöðunni og þann tíma sem starfsemi hinsegin samtaka var bönnuð var almenningur hvattur til að tilkynna brot. „Þetta hefur kynt undir fordómum gegn hinsegin fólki og hvatt fólk til að taka lögin í sínar hendur,“ segir Einar. „Við höfum aldrei skorast undan að gagnrýna palestínsk yfirvöld þegar kemur að mannréttindabrotum. En áherslan hefur verið á Ísrael sem hefur verið stórtækara í brotum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Palestína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem slæm staða hinsegin fólks í landinu er hörmuð. Stjórnarmaður segir að Ísland-Palestína taki ávallt stöðu með mannréttindum. „Allt okkar starf hefur grundvallast á að alþjóðalög séu virt og samstöðu með mannréttindum,“ segir Einar Steinn Valgarðsson, stjórnarmaður í félaginu. „Við teljum að deilur Írasels og Palestínu verði ekki leystar á réttlátan hátt ef mannréttindi verði ekki höfð að leiðarljósi.“ Félagið hefur sent stjórnvöldum í Palestínu yfirlýsingu þar sem staða hinsegin fólks er hörmuð. Tilefnið var fréttir af því að yfirvöld á Vesturbakkanum bönnuðu alla starfsemi samtaka hinsegin fólks. Þau voru hins vegar gerð afturreka með bannið eftir þrýsting frá mannréttindasamtökum víða um heim.Einar Steinn Valgarðsson.AðsendEinar segir að þó að félag eins og Ísland-Palestína hafi takmörkuð áhrif í stóra samhenginu þá sýni sagan að alþjóðlegur þrýstingur skipti máli. Því sé mikilvægt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Munur er á lagalegri stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Á Vesturbakkanum hefur samkynhneigð ekki verið bönnuð en á Gasaströndinni er hún ólögleg að viðlagðri harðri refsingu. Stjórnvöld á Vesturbakkanum hafa hins vegar verið að herðast í afstöðunni og þann tíma sem starfsemi hinsegin samtaka var bönnuð var almenningur hvattur til að tilkynna brot. „Þetta hefur kynt undir fordómum gegn hinsegin fólki og hvatt fólk til að taka lögin í sínar hendur,“ segir Einar. „Við höfum aldrei skorast undan að gagnrýna palestínsk yfirvöld þegar kemur að mannréttindabrotum. En áherslan hefur verið á Ísrael sem hefur verið stórtækara í brotum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Palestína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira