Blaðamenn sem ætluðu að taka viðtal við Dustin Poirier, sem er að fara að berjast við Khabib Nurmagomedov, urðu heldur betur hissa er erótísk rödd tók á móti þeim.
UFC bauð upp á símafund með Poirier og sendi blaðamönnum í hvaða númer ætti að hringja til að taka þátt í fundinum.
Fjöldi blaðamanna hringdi inn en fékk aðeins símtal við konu sem vildi endilega segja þeim erótískar sögur. UFC hafði á einhvern ótrúlegan hátt gefið upp rangt símanúmer og það beint í kynlífslínu.
Atvikið þykir afar neyðarlegt þó svo blaðamennirnir hafi hlegið af því. Þeir fengu fljótlega rétt símanúmer og náðu viðtali við Poirier.
Poirier og Khabib berjast laugardagskvöldið 7. september í beinni á Stöð 2 Sport.
UFC sendi blaðamönnum númerið hjá kynlífslínu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti

Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



