Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 12:45 Flugfreyjur Icelandair hafa kvartað undan hausverk og öðrum óþægindum í háloftunum, eins og þessi flugfreyja úr erlendum myndabanka virðist gera hér. Getty/izusek Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira