Evrópumeistarar Liverpool lentu í riðli með Napoli, Red Bull Salzburg og Genk í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í Mónakó í dag.
Liverpool var einnig með Napoli í riðli á síðasta tímabili. Liverpool vann Napoli í lokaumferð riðlakeppninnar og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum.
F-riðilinn er gríðarlega sterkur með Barcelona, Borussia Dortmund, Inter og Slavia Prag.
Tottenham, silfurliðið frá síðasta tímabili, er með Bayern München, Olympiacos og Rauðu stjörnunni.
Evrópudeildarmeistarar Chelsea lentu í riðli með Ajax, spútnikliði Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, Valencia og Lille.
Manchester City var nokkuð heppið með riðil. Englandsmeistararnir eru í riðli með Shakhtar Donetsk, Dinamo Zagreb og Atalanta.
Riðlarnir í Meistaradeildinni 2019-20:
A-riðill
PSG
Real Madrid
Club Brugge
Galatasary
B-riðill
Bayern München
Tottenham
Olympiacos
Rauða stjarnan
C-riðill
Man City
Shakhtar Donetsk
Dinamo Zagreb
Atalanta
D-riðill
Juventus
Atlético Madrid
Bayer Leverkusen
Lokomotiv Moskva
E-riðill
Liverpool
Napoli
Salzburg
Genk
F-riðill
Barcelona
Dortmund
Inter
Slavia Prag
G-riðill
Zenit
Benfica
Lyon
RB Leipzig
H-riðill
Chelsea
Ajax
Valencia
Lille
