Hvorki né Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 08:00 Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Flokkurinn sem lengi vel gat gengið að þriðja hverju atkvæði vísu, mælist nú með tæplega tuttugu prósenta fylgi. Þessi staða kemur ekki á óvart. Þróunin alþjóðlega hefur verið sú að hefðbundnir kjölfestuflokkar geta ekki lengur gengið að fylgi sínu vísu. Efnahagshrunið 2008 kom flokknum illa, og hefur hann æ síðan verið í tilvistarkreppu. Strax í kjölfarið vildi ný kynslóð forystumanna í flokknum halla sér að Evrópusambandinu og taka upp evruna. Núverandi formaður skrifaði blaðagreinar þeirri skoðun til stuðnings. En harðlínuöfl í flokknum hleyptu loftinu fljótlega úr þeirri blöðru. Hópur flokksmanna taldi sig í framhaldinu ekki eiga samleið með flokknum og stofnaði Viðreisn, sveit frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fyrrverandi Sjálfstæðismanna. Nú er staðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera milli steins og sleggju. Skynsamlega þenkjandi hægri fólk á kost í Viðreisn. Íhaldssamari og þjóðernissinnaðri kjósendur hafa Miðflokkinn. Andlegur leiðtogi og klappstýra síðarnefnda hópsins er fyrrverandi formaðurinn og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann spýr nú eldi og brennisteini á síðum blaðsins. Kannski er vandi Sjálfstæðisflokksins sá að hann hefur leitast við að þóknast öllum. Sigla lygnan sjó. Úr verða hvorki né stjórnmál. Sjaldgæft er að heyra flokksmenn eða kjörna fulltrúa færa hugmyndafræðileg rök fyrir máli sínu. Að nálgast mál frá markaðslegum forsendum eða hægri stefnu á ekki að vera feimnismál. Þvert á móti. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Valið virðist standa milli þess að halla sér í átt til íhaldssamari gilda, og sækja á mið Miðflokksins og Framsóknar, eða að tala fyrir alþjóðlegum gildum og frelsi í viðskiptum. Umræðan um Orkupakkamálið gæti markað tímamót. Forysta flokksins hefur almennt staðið vörð um Evrópusamstarfið og staðið uppi í hárinu á íhaldssamari og popúlískari flokkssystkinum. Mögulega er þetta leiðarljós um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn geti markað sér sérstöðu í breyttu pólitísku umhverfi. Látið popúlíska einangrunarsinna lönd og leið, en sótt á hinn vænginn. Talað af sannfæringu um frelsi í viðskiptum og alþjóðahyggju. Með því má kannski ná Viðreisnarkjósendum aftur heim. Nú er reynt að láta sverfa til stáls með undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins þar sem krafist er almennrar kosningar um afstöðu flokksmanna til þriðja Orkupakkans. Miðflokksmenn hafa af listfengi áróðursmannsins náð því að slá sig til riddara í Klaustursfárinu. Þeir kunna að tala til síns hóps. En erindi þeirra í pólitík er óskiljanlegt, annað en að skapa persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vettvang á stjórnmálasviðinu. Saga sérframboða á óskýrri vegferð bendir til þess að ævintýrið verði skammlíft. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hugsa til lengri tíma og hætta eltingaleik við mestu popúlistana hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Flokkurinn sem lengi vel gat gengið að þriðja hverju atkvæði vísu, mælist nú með tæplega tuttugu prósenta fylgi. Þessi staða kemur ekki á óvart. Þróunin alþjóðlega hefur verið sú að hefðbundnir kjölfestuflokkar geta ekki lengur gengið að fylgi sínu vísu. Efnahagshrunið 2008 kom flokknum illa, og hefur hann æ síðan verið í tilvistarkreppu. Strax í kjölfarið vildi ný kynslóð forystumanna í flokknum halla sér að Evrópusambandinu og taka upp evruna. Núverandi formaður skrifaði blaðagreinar þeirri skoðun til stuðnings. En harðlínuöfl í flokknum hleyptu loftinu fljótlega úr þeirri blöðru. Hópur flokksmanna taldi sig í framhaldinu ekki eiga samleið með flokknum og stofnaði Viðreisn, sveit frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fyrrverandi Sjálfstæðismanna. Nú er staðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera milli steins og sleggju. Skynsamlega þenkjandi hægri fólk á kost í Viðreisn. Íhaldssamari og þjóðernissinnaðri kjósendur hafa Miðflokkinn. Andlegur leiðtogi og klappstýra síðarnefnda hópsins er fyrrverandi formaðurinn og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann spýr nú eldi og brennisteini á síðum blaðsins. Kannski er vandi Sjálfstæðisflokksins sá að hann hefur leitast við að þóknast öllum. Sigla lygnan sjó. Úr verða hvorki né stjórnmál. Sjaldgæft er að heyra flokksmenn eða kjörna fulltrúa færa hugmyndafræðileg rök fyrir máli sínu. Að nálgast mál frá markaðslegum forsendum eða hægri stefnu á ekki að vera feimnismál. Þvert á móti. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Valið virðist standa milli þess að halla sér í átt til íhaldssamari gilda, og sækja á mið Miðflokksins og Framsóknar, eða að tala fyrir alþjóðlegum gildum og frelsi í viðskiptum. Umræðan um Orkupakkamálið gæti markað tímamót. Forysta flokksins hefur almennt staðið vörð um Evrópusamstarfið og staðið uppi í hárinu á íhaldssamari og popúlískari flokkssystkinum. Mögulega er þetta leiðarljós um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn geti markað sér sérstöðu í breyttu pólitísku umhverfi. Látið popúlíska einangrunarsinna lönd og leið, en sótt á hinn vænginn. Talað af sannfæringu um frelsi í viðskiptum og alþjóðahyggju. Með því má kannski ná Viðreisnarkjósendum aftur heim. Nú er reynt að láta sverfa til stáls með undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins þar sem krafist er almennrar kosningar um afstöðu flokksmanna til þriðja Orkupakkans. Miðflokksmenn hafa af listfengi áróðursmannsins náð því að slá sig til riddara í Klaustursfárinu. Þeir kunna að tala til síns hóps. En erindi þeirra í pólitík er óskiljanlegt, annað en að skapa persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vettvang á stjórnmálasviðinu. Saga sérframboða á óskýrri vegferð bendir til þess að ævintýrið verði skammlíft. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hugsa til lengri tíma og hætta eltingaleik við mestu popúlistana hverju sinni.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar