Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. ágúst 2019 08:00 Íslenska kokkalandsliðið hefur átt góðu gengi að fagna. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins getur það reynst hótelum og stærri veitingastöðum erfitt og dýrt að ráða til sín færa kokka. Það er þeim sem stýra eldhúsunum, ekki er skortur á ófaglærðu starfsfólki. Mánaðarlaun góðs kokks séu ekki undir einni milljón í dag og aukin samkeppni við opinberar stofnanir og stórfyrirtæki geri þeim erfitt fyrir. Þegar starfsánægja er mæld skiptir matur miklu máli, ásamt skemmtunum fyrir starfsfólk og fleira. Stofnanirnar og fyrirtækin eru því tilbúin til að verja töluverðu fjármagni til þess að hafa góðan kokk í mötuneytinu. Nýlega réð Seðlabanki Íslands stjörnukokkinn Svein Kjartansson, en hann stýrði áður eldhúsinu í Aalto Bistro í Norræna húsinu. Á meðal annarra stofnana sem hafa farið sömu leið eru Landsvirkjun og Landsnet. Á meðal stjörnukokka sem starfa fyrir stórfyrirtæki má nefna Ágúst Má Garðarsson, sem starfar nú hjá Eflu verkfræðiþjónustu og var áður hjá Marel. „Meira og minna allt kokkalandsliðið er komið í vinnu hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Vodafone og Símanum,“ segir Jakob Einar Jakobsson sem situr í veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann vill þó ekki meina að það sé sár vöntun á matreiðslumeisturum, en það eru þeir kokkar sem hafa tveggja ára menntun ofan á sveinsprófið og geta þá tekið að sér nema. Ástandið hafi verið verra fyrir fjórum eða fimm árum. Jakob segir að ekki séu allir veitingastaðir með matreiðslumeistara. Fremur ómenntað starfsfólk sem hefur reynslu úr eldhúsi. „Margir veitingastaðir eru svo litlar rekstrareiningar að þær bera ekki svona dýran starfsmann í dagvinnu. En það eru helst staðir eins og Bláa lónið og stóru hótelin sem keppa við þessa aðila, hvað varðar laun og annað,“ segir Jakob. „Ég held að það sé erfitt að keppa við þetta. Eðli málsins samkvæmt keppa veitingastaðir ekki við dagvinnutíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Vinnumarkaður Kokkalandsliðið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira