Vinkonurnar nutu ágætisútsýnis yfir tónleikasvæðið í kvöld.Vísir/Gígja
Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. Til viðbótar við þrjátíu þúsundin hafa fjölmargir miðalausir safnast saman í grennd við tónleikasvæðið og hlýða á tónlistina.
Tveir hressir aðdáendur höfðu til að mynda komið sér fyrir á grasbletti við Suðurlandsbraut áður en tónleikarnir byrjuðu í kvöld og nutu ágætis útsýnis yfir tónleikasvæðið.
Aðrir fylgdust með við jaðar tónleikasvæðisins.Vísir/VilhelmVinkonurnar sögðust afar fegnar að hafa ekki neyðst til að bíða í röð og voru hæstánægðar með „stúkuna“ sem þær höfðu útbúið sér.
Ed Sheeran steig á svið um klukkan níu í Laugardalnum en áður höfðu Glowie, Zara Larsson og James Bay hitað upp fyrir kappann.
Vinkonurnar voru með kælibox meðferðis og skáluðu í kokteil á meðan þær biðu eftir Ed Sheeran.Vísir/GígjaNokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. Röðin hlykkjaðist á tímabili rúman kílómetra frá tónleikasvæðinu, allt að Glæsibæ og út að Álfheimum.
Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.
Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra.
Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld.