Röðin úr sögunni og allt gengið smurt fyrir sig Gígja Hilmarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2019 21:21 Tónleikagestir áttu öllu greiðari aðgang að tónlistasvæðinu í Laugardalnum í kvöld en í gær. Þessi mynd er tekin á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Gígja Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Skipulag á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans hefur verið með besta móti í kvöld, að sögn þeirra sem þar standa vaktina. Töluverðrar óánægju gætti meðal tónleikagesta í gær vegna langrar biðraðar sem myndaðist inn á tónleikasvæðið.Sjá einnig: „Sena! Þetta er stórskita!“ Greiðlega hefur gengið að koma áhorfendum inn á tónleikana í kvöld og hafa þeir lítið þurft að bíða. Allir tónleikagestir voru komnir inn á svæðið, að því er virðist án nokkurra óþæginda, þegar Sheeran steig stundvís á svið á Laugardalsvelli á slaginu níu. Skipuleggjendur tónleikanna tilkynntu í dag að skipulagi á röðinni inn á tónleikana hefði verið breytt í gær þegar tók að lengjast í röðinni. Það skipulag yrði svo notað á tónleikunum í kvöld, sem virðist hafa borið árangur.Bylgja Dís Birkisdóttir.Vísir/GígjaHannes Þór Guðmundsson lögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi á vettvangi nú á níunda tímanum að allt hefði farið afar vel fram á tónleikunum í gær og jafnvel enn betur í dag. Hann hafði ekki orðið var við neinn usla það sem af var kvöldi. Bylgja Dís Birkisdóttir starfsmaður í öryggisgæslu á tónleikunum sagði að gengið hefði mun betur að koma tónleikagestum inn á svæðið í kvöld en í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekki verið jafnmikið af röðum og í gær. Þetta hefur gengið smurt fyrir sig og fólk hefur ekki þurft að bíða lengi.“ Bylgja taldi að skipulagsbreytingarnar hjálpuðu þar til. Fólk hefði síður farið í snemminnritun, inngöngum hafi verið fjölgað og fólk ekki komið allt á sama tíma, líkt og nokkuð hafi verið um í gær. Þá eru nokkuð færri á tónleikunum í kvöld en voru í gærkvöldi. Margir tónleikagesta þurftu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið í gær. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda gaf fréttastofu þær skýringar að hin langa röð hefði m.a. orsakast af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni.Frá tónleikasvæðinu á níunda tímanum.Vísir/gígja
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. 11. ágúst 2019 20:00
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. 11. ágúst 2019 20:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent