Innlent

"Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá leitinni við Þingvallavatn á sunnudag.
Frá leitinni við Þingvallavatn á sunnudag. Mynd/Landsbjörg
Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. Gengið er út frá því að hann hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak á vatninu um helgina. Maðurinn sem um ræðir er belgískur og segist lögreglan hafa verið í samband við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga.

Því telur lögreglan að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að maðurinn hafi siglt út á vatnið á kajaknum á laugardag og fallið útbyrðis, en strekkingsvindur hefur verið á svæðinu og aðstæður til siglinga ekki verið góðar.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því að leitað hafi verið úr lofti, láði og legi en það eina sem hafi fundist sé kajak mannsins og bakpoki hans. „Ekki er vitað hvaðan hann lagði frá ströndu og því leitarsvæðið stórt og erfitt. Búið er að sigla um vatnið allt og ganga fjörur meðfram því án árangurs,“ segir í færslu lögreglunnar.

Því hafi verið tekin ákvörðun um að bíða með frekari leit en að taka stöðuna aftur í fyrramálið. Þá sé kafarasveit frá sérsveit Ríkislögreglustjóra að fara yfir möguleika á því að kafa niður að inntaki við Steingrímsstöð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×