„Sturluðumst af gleði þegar við komumst upp fyrir Serba“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2019 19:30 Ari Bragi, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi. mynd/stöð 2 Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31