Dýr í útrýmingarhættu minna vernduð samkvæmt nýrri löggjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 17:53 Skallaörninn var í útrýmingahættu fyrir nokkrum árum síðan en stofninn hefur náð sér aftur á rétt strik. getty/Raymond Boyd Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum. Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum.
Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira