Ísleifur segir að eftir eigi að fara almennilega yfir það hvar stíflan í röðinni myndaðist en flest í skipulagningu raðarinnar á laugardaginn hafi haft einhvern þátt í að búa stífluna til en aðallega hafi það verið svokallaður snákur, röðin þar sem tónleikagestir þurftu að ganga fram og aftur til að komast að öryggisgæslunni. Hann segir í samtali við Reykjavík síðdegis öryggisleitina hafa tekið of langan tíma.
Þá hafi rafstöð dottið út svo ekki hafi verið hægt að skanna miðana í einhvern tíma og hafi skipuleggjendur ekki hafa áttað sig á vandamálinu. Skipuleggjendur hafi haldið að rafmagnsleysið hafi verið rót vandans en það hafi í raun verið skipulag.
„Þegar við sjáum að þetta er að verða verra og verra, stíflan er að stækka og hún er ekki að leysast þá er hlaupið í að finna einhverjar lausnir en þetta kemur inn á öryggi gesta, það er stórhættulegt að hlaupa til og breyta [skipulaginu] á hlaupum eða í einhverju panikki,“ segir Ísleifur.