Robert Lewandowski kom Bayern yfir á 32. mínútu með skoti af stuttu færi eftir að markvörður Energie Cottbus varði skalla Kingsleys Coman. Staðan var 0-1 í hálfleik, Bayern í vil.
Á 64. mínútu skoraði Coman með föstu skoti í fjærhornið og jók muninn í 0-2. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Kingsley Coman's moment of brilliance to put the game to bed#DFBPokal#Berlin2020pic.twitter.com/mcWJQseWe3
— The DFB-Pokal (@DFBPokal_EN) August 12, 2019
Leon Goretzka skoraði svo þriðja mark Bayern á 85. mínútu. Berkan Taz minnkaði muninn í 1-3 úr vítaspyrnu í uppbótatíma.
Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst á föstudaginn þegar Bayern tekur á móti Herthu Berlin. Bayern hefur orðið Þýskalandsmeistari sjö ár í röð.