Ed í skýjunum með Íslandsdvölina Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Tónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli þóttu góðir. Vísir/Vilhelm Um helgina fóru fram tvennir stærstu tónleikar Íslandssögunnar, þegar tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom fram í Laugardalnum. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, er gífurlega ánægður með helgina, og telur að vel hafi verið tekið á raðavandanum sem upp kom á laugardeginum. Engar raðir voru á sunnudeginum. „Þetta gekk náttúrulega að öllu leyti mjög vel, fyrir utan þetta tímabundna vandamál með röðina. Það gerist milli sex og átta, en mest frá klukkan sjö. Það tók okkur smá tíma að fatta hvert vandamálið væri og að það væri að stækka, ekki minnka. Þá var strax hlaupið í að leysa það,“ segir Ísleifur Hann segir það vissulega mjög leiðinlegt fyrir þá sem lentu í þessu. „En röðin var kláruð hálf níu, áður en að hann steig á svið. Þannig að þessu var nú bjargað.“ Raðakerfið var lagað á sunnudeginum og það kvöldið var aldrei nein röð allt kvöldið.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var ánægður með helgina og skellti sér að sjálfsögðu í Ed Sheeran búninginn í tilefni áfangans.Hann segir skipuleggjendur vera stórkostlega ánægð með allt frá A til Ö, að fyrrnefndu vandamáli með röðina undanskildu. „Þarna var vinsælasti listamaður í heimi að koma með tónleikana sína og allt sem þeim fylgir. Svo var hann með sömu uppsetningu hér og hann er með á 70.000 manna tónleikum og við gátum höndlað þetta allt saman. Völlurinn svínvirkaði og samstarfið við KSÍ var gott,“ segir Ísleifur. Hann segir Ed sjálfan hafa verið í skýjunum með tónleikana. „Svo eru þau hjá AEG, næststærsta tónleikafyrirtæki í heimi sem var samstarfsaðili okkar, alveg rosalega ánægð með allt og þökkuðu okkur innilega fyrir þetta. Þau hafa áhuga á því að vinna meira með okkur og halda fleiri tónleika á Íslandi í samstarfi við okkur.“ Ísleifur vill þó ekki gefa upp hvort þau séu með einhvern sérstakan listamann í huga. „Nei, það er líka bara á byrjunarreit því við vildum ná að klára þetta fyrst áður en við færum eitthvað lengra. Við vildum sjá fyrst hvort þetta væri hægt, að svona útitónleikar gengju upp. Þetta var allt hægt, völlurinn frábær þannig að núna byrjum við að ræða við mögulega listamenn,“ segir Ísleifur. Hátt í 200 manns komu hvaðanæva úr heiminum til að vinna að uppsetningu sviðs, rampa og gólfs.Margir úr áhorfendaskaranum kunnu flest lögin utan að og sungu hástöfum með.fbl/Steingerður„Þetta var ekki ein vél með 200 manns, heldur kom fólk alls staðar að til að vinna að þessu.“ Ísleifur hitti Ed rétt fyrir seinni tónleikana. „Við hittum hann stuttlega og fengum að taka eina mynd með honum, ég og börnin mín. Hann var rosalega glaður og svakalega vinalegur. Svo var okkur sagt eftir á af fólki í kringum hann að hann hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman, hann hafi haft ótrúlega gaman af dvölinni og að spila fyrir íslenska gesti.“ Ísleifur segir að um það bil einn af hverjum sjö Íslendingum hafi lagt leið sína á tónleikana um helgina. „Hann er alveg meðvitaður um að 50.000 manns eru alveg 15 prósent af þjóðinni, sem er líklega einstakt í heiminum. Svo honum fannst það ekkert leiðinlegt,“ segir Ísleifur. Birtist í Fréttablaðinu Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Um helgina fóru fram tvennir stærstu tónleikar Íslandssögunnar, þegar tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom fram í Laugardalnum. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, er gífurlega ánægður með helgina, og telur að vel hafi verið tekið á raðavandanum sem upp kom á laugardeginum. Engar raðir voru á sunnudeginum. „Þetta gekk náttúrulega að öllu leyti mjög vel, fyrir utan þetta tímabundna vandamál með röðina. Það gerist milli sex og átta, en mest frá klukkan sjö. Það tók okkur smá tíma að fatta hvert vandamálið væri og að það væri að stækka, ekki minnka. Þá var strax hlaupið í að leysa það,“ segir Ísleifur Hann segir það vissulega mjög leiðinlegt fyrir þá sem lentu í þessu. „En röðin var kláruð hálf níu, áður en að hann steig á svið. Þannig að þessu var nú bjargað.“ Raðakerfið var lagað á sunnudeginum og það kvöldið var aldrei nein röð allt kvöldið.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var ánægður með helgina og skellti sér að sjálfsögðu í Ed Sheeran búninginn í tilefni áfangans.Hann segir skipuleggjendur vera stórkostlega ánægð með allt frá A til Ö, að fyrrnefndu vandamáli með röðina undanskildu. „Þarna var vinsælasti listamaður í heimi að koma með tónleikana sína og allt sem þeim fylgir. Svo var hann með sömu uppsetningu hér og hann er með á 70.000 manna tónleikum og við gátum höndlað þetta allt saman. Völlurinn svínvirkaði og samstarfið við KSÍ var gott,“ segir Ísleifur. Hann segir Ed sjálfan hafa verið í skýjunum með tónleikana. „Svo eru þau hjá AEG, næststærsta tónleikafyrirtæki í heimi sem var samstarfsaðili okkar, alveg rosalega ánægð með allt og þökkuðu okkur innilega fyrir þetta. Þau hafa áhuga á því að vinna meira með okkur og halda fleiri tónleika á Íslandi í samstarfi við okkur.“ Ísleifur vill þó ekki gefa upp hvort þau séu með einhvern sérstakan listamann í huga. „Nei, það er líka bara á byrjunarreit því við vildum ná að klára þetta fyrst áður en við færum eitthvað lengra. Við vildum sjá fyrst hvort þetta væri hægt, að svona útitónleikar gengju upp. Þetta var allt hægt, völlurinn frábær þannig að núna byrjum við að ræða við mögulega listamenn,“ segir Ísleifur. Hátt í 200 manns komu hvaðanæva úr heiminum til að vinna að uppsetningu sviðs, rampa og gólfs.Margir úr áhorfendaskaranum kunnu flest lögin utan að og sungu hástöfum með.fbl/Steingerður„Þetta var ekki ein vél með 200 manns, heldur kom fólk alls staðar að til að vinna að þessu.“ Ísleifur hitti Ed rétt fyrir seinni tónleikana. „Við hittum hann stuttlega og fengum að taka eina mynd með honum, ég og börnin mín. Hann var rosalega glaður og svakalega vinalegur. Svo var okkur sagt eftir á af fólki í kringum hann að hann hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman, hann hafi haft ótrúlega gaman af dvölinni og að spila fyrir íslenska gesti.“ Ísleifur segir að um það bil einn af hverjum sjö Íslendingum hafi lagt leið sína á tónleikana um helgina. „Hann er alveg meðvitaður um að 50.000 manns eru alveg 15 prósent af þjóðinni, sem er líklega einstakt í heiminum. Svo honum fannst það ekkert leiðinlegt,“ segir Ísleifur.
Birtist í Fréttablaðinu Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“