Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2019 20:30 Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps. Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps.
Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29
Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34