Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2019 20:30 Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps. Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps.
Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29
Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34