Marsleiðangur í hættu vegna fallhlífargalla Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 15:28 Frumgerð af Marsjeppanum sem hefur fengið nafnið Rosalind Franklin. Vísir/Getty Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Fresta gæti þurft geimskoti evrópsks Marsleiðangurs eftir að fallhlíf lendingarjeppans brást við tilraunir í Svíþjóð á dögunum. Innan við ár er þar til skjóta á geimfarinu á loft en þetta er í annað skipti sem galli kemur í ljós í fallhlífinni. Exomars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimferðastofnananna á að hefjast í júlí á næsta ári. Frumgerð af geimfarinu brotlenti í Kiruna í Norður-Svíþjóð þegar verið var að prófa fallhlífina sem á að svífa með það mjúklega niður á yfirborð Mars í síðustu viku. Farinu var sleppt úr helíumloftbelg í um 29 kílómetra hæð en skall á jörðinni á miklum hraða. Breska ríkisútvarpið BBC segir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að allt hafi gengið vel fyrst þegar tvær aðalfallhlífarnar voru opnaðar. Rifur hafi greinst í hlífinni áður en hún þandist út. Sams konar rifur greindust við fyrri tilraunir með fallhlífina í Svíþjóð í lok maí. Breytingar voru þá gerðar á hönnun hennar en þær virðast ekki hafa komist fyrir gallann. Takist verkfræðingum ekki að ráða bót á vandamálinu fyrir næstu tilraun gæti þurft að fresta geimskotinu. Exomars er leiðangur í tveimur hlutum. Rússar ætla að senda lendingarfar og Evrópumenn könnunarjeppann Rosalindu Franklin. Jeppinn á að safna jarðvegssýnum og leita að lífrænum efnasamböndum í honum. Nico Dettmann, hópstjóri mannaðra og vélmennaleiðangraþróunar hjá evrópsku geimstofnuninni ESA, segist vongóður um að gallinn verði lagaður og að tímaáætlunin standist. Lendingin verði æfð aftur í tilraunum í nóvember og febrúar. Gangi allt að óskum þá verð enn hægt að hefja ferðina í júlí. „Ef önnur þeirra klikkar tökum við ekki áhættuna. Árangur leiðangursins er fyrir öllu,“ segir hann.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00