Fjögur ár frá viðskiptaþvingunum Rússa: „Mikilvægt fyrir alla að alþjóðalög haldi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2019 20:30 Utanríkisráðherra segir að allir, og sérstaklega smáríki, eigi mikið undir því að alþjóðalög séu virt. Því sé óskynsamlegt að rjúfa samstöðu með öðrum vestrænum ríkjum. Mynd/Skjáskot Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira