Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Göngin yrðu alls um 103 kílómetrar að lengd. Mynd/Finest Bay Development Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra. Eistland Finnland Kína Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra.
Eistland Finnland Kína Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent