Magnað að fá að vera partur af þessu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Atla finnst magnað að fá að taka þátt í þessum degi, sem er oft einn sá mikilvægasti í lífi brúðhjóna. fréttablaðið/Ernir Atli Viðar Þorsteinsson er einn vinsælasti brúðkaupsplötusnúður landsins og var meira og minna uppbókaður í allt sumar. Hann byrjaði að spila fyrir tæpum tuttugu árum. „Ég byrjaði að plötusnúðast með félaga mínum á Kofa Tómasar frænda. Þetta var árið 2001 og þá mætti ég bara með plötuspilara frá mömmu, ferðageislaspilara og lítinn mixer. Þau voru ekki mikið með alvöru plötusnúða svo við fengum að leika frekar lausum hala. Þeir einu sem mættu voru eiginlega vinir okkar,“ segir Atli um hvernig það æxlaðist að hann fór að plötusnúðast. Hægt og rólega fór þetta að vinda upp á sig og árið 2005 spilaði hann í fyrsta sinn í brúðkaupi. Samhliða því fann Atli að fordómarnir gagnvart popptónlist minnkuðu. „Svo var ég að taka að mér brúðkaup af og til fram til ársins 2010, samt ekki jafn mikið og ég geri í dag. En það var oft verið að leita til mín með að spila í brúðkaupum, en á þeim tíma hafði ég sjálfur smá fordóma fyrir því, þannig var andinn á þeim tíma. Ég var stressaður yfir að þetta myndi minnka möguleika mína á að spila á hipsterastöðum eins Kaffibarnum og Prikinu. Vill Kaffibarinn fá einhvern brúðkaups-DJ?“ segir Atli. Atli var partur af plötusnúðahópnum Kanil. Þaðan kemur svo plötusnúðanafnið sem hann notar í dag, Atli Kanill. „Kanilhópurinn spilaði mest house-tónlist og partítónlist. Við héldum tíu frábær kvöld. Í kjölfarið fór ég svo að spila miklu meira. Þá byrjaði fólk mikið að leita til mín og ég þurfti nánast ekkert að auglýsa. Það var kannski svona 2012 sem ég var orðinn bókaður nánast allt sumarið.“ Hann segir að þá hafi áhuginn á popptónlist farið að aukast. „Þú verður að átta þig á að það er ekki svo mikill munur á Aphex Twin og til dæmis Timbaland og Beyoncé, eða hann er í það minnsta minni en maður heldur. Þetta byrjar allt í elektróníkinni og lekur svo yfir í poppið.“ Atli segir hlusta mikið á popptónlist utan vinnu í dag. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í tónlistinni, hvernig uppbyggingin er, hvaða hljóð eru áberandi og hvernig músíkin breytist. „Í sumar voru allar helgar bókaðar í fyrra, sem sagt með árs fyrirvara. Það virðist vera svipað núna. Svo vinn ég líka mikið með Pink Iceland, þannig að ég spila oft í erlendum brúðkaupum. En með því að fylgjast með tónlistinni á þann hátt sem ég geri þá á ég alveg jafn auðvelt með að spila í erlendum brúðkaupum,“ segir Atli. Eitt af mörgum skemmtilegum brúðkaupum sem Atli spilaði í var fyrir brúðhjón frá Queens. „Það var mjög gaman. Gestirnir voru smá svona eins og klippt út úr mafíósakvikmynd og þau vildu helst bara hlusta á Frank Sinatra og Billy Joel. Þannig að ég bara hlóð niður Best off Billy Joel, því ég gat ekki verið að spila Piano Man bara endalaust,“ segir Atli hlæjandi. Atli segir að sér finnist það magnaðasta við að spila í brúðkaupum að vera að spila á einum mikilvægasta degi í lífi brúðhjónanna. „Fólk er að taka risastóra ákvörðun og bjóða öllu sínu fólki. Þetta er sá dagur sem þú ert að játa ást þína fyrir framan heiminn og svo hefur þetta fólk samband við mig og spyr hvort ég vilji spila fyrir það á þessum degi. Þetta var stór ástæða þess að ég tók þetta að mér. Mér finnst þessi ábyrgð og heiður svo mikill. Það er sama hvaða brúðkaup ég mæti í, það er alltaf jafn magnað að fá að vera partur af þessu. Ég tek þátt í öllum deginum, spila undir fyrsta dansinum og mér finnst bara magnað að fá vinna við það, það er eiginlega alveg stórkostlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Tónlist Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Atli Viðar Þorsteinsson er einn vinsælasti brúðkaupsplötusnúður landsins og var meira og minna uppbókaður í allt sumar. Hann byrjaði að spila fyrir tæpum tuttugu árum. „Ég byrjaði að plötusnúðast með félaga mínum á Kofa Tómasar frænda. Þetta var árið 2001 og þá mætti ég bara með plötuspilara frá mömmu, ferðageislaspilara og lítinn mixer. Þau voru ekki mikið með alvöru plötusnúða svo við fengum að leika frekar lausum hala. Þeir einu sem mættu voru eiginlega vinir okkar,“ segir Atli um hvernig það æxlaðist að hann fór að plötusnúðast. Hægt og rólega fór þetta að vinda upp á sig og árið 2005 spilaði hann í fyrsta sinn í brúðkaupi. Samhliða því fann Atli að fordómarnir gagnvart popptónlist minnkuðu. „Svo var ég að taka að mér brúðkaup af og til fram til ársins 2010, samt ekki jafn mikið og ég geri í dag. En það var oft verið að leita til mín með að spila í brúðkaupum, en á þeim tíma hafði ég sjálfur smá fordóma fyrir því, þannig var andinn á þeim tíma. Ég var stressaður yfir að þetta myndi minnka möguleika mína á að spila á hipsterastöðum eins Kaffibarnum og Prikinu. Vill Kaffibarinn fá einhvern brúðkaups-DJ?“ segir Atli. Atli var partur af plötusnúðahópnum Kanil. Þaðan kemur svo plötusnúðanafnið sem hann notar í dag, Atli Kanill. „Kanilhópurinn spilaði mest house-tónlist og partítónlist. Við héldum tíu frábær kvöld. Í kjölfarið fór ég svo að spila miklu meira. Þá byrjaði fólk mikið að leita til mín og ég þurfti nánast ekkert að auglýsa. Það var kannski svona 2012 sem ég var orðinn bókaður nánast allt sumarið.“ Hann segir að þá hafi áhuginn á popptónlist farið að aukast. „Þú verður að átta þig á að það er ekki svo mikill munur á Aphex Twin og til dæmis Timbaland og Beyoncé, eða hann er í það minnsta minni en maður heldur. Þetta byrjar allt í elektróníkinni og lekur svo yfir í poppið.“ Atli segir hlusta mikið á popptónlist utan vinnu í dag. Hann fylgist vel með því sem er að gerast í tónlistinni, hvernig uppbyggingin er, hvaða hljóð eru áberandi og hvernig músíkin breytist. „Í sumar voru allar helgar bókaðar í fyrra, sem sagt með árs fyrirvara. Það virðist vera svipað núna. Svo vinn ég líka mikið með Pink Iceland, þannig að ég spila oft í erlendum brúðkaupum. En með því að fylgjast með tónlistinni á þann hátt sem ég geri þá á ég alveg jafn auðvelt með að spila í erlendum brúðkaupum,“ segir Atli. Eitt af mörgum skemmtilegum brúðkaupum sem Atli spilaði í var fyrir brúðhjón frá Queens. „Það var mjög gaman. Gestirnir voru smá svona eins og klippt út úr mafíósakvikmynd og þau vildu helst bara hlusta á Frank Sinatra og Billy Joel. Þannig að ég bara hlóð niður Best off Billy Joel, því ég gat ekki verið að spila Piano Man bara endalaust,“ segir Atli hlæjandi. Atli segir að sér finnist það magnaðasta við að spila í brúðkaupum að vera að spila á einum mikilvægasta degi í lífi brúðhjónanna. „Fólk er að taka risastóra ákvörðun og bjóða öllu sínu fólki. Þetta er sá dagur sem þú ert að játa ást þína fyrir framan heiminn og svo hefur þetta fólk samband við mig og spyr hvort ég vilji spila fyrir það á þessum degi. Þetta var stór ástæða þess að ég tók þetta að mér. Mér finnst þessi ábyrgð og heiður svo mikill. Það er sama hvaða brúðkaup ég mæti í, það er alltaf jafn magnað að fá að vera partur af þessu. Ég tek þátt í öllum deginum, spila undir fyrsta dansinum og mér finnst bara magnað að fá vinna við það, það er eiginlega alveg stórkostlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Tónlist Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira