Söluþóknanir bókunarsíðna hækki áfram án viðspyrnu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur ferðaþjónustan áhyggjur af hárri þóknun bókunarsíðna. Fréttablaðið/Stefán Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15
Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00