Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:03 Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun. FLIGHTRADAR24.COM Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49