Heræfing nærri Hong Kong Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Á flugvellinum í Hong Kong. Nordicphotos/AFP Hundruð kínverskra herlögreglumanna settu á svið heræfingu á íþróttaleikvangi í tækniborginni Shenzhen í gær, skammt frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Reuters greindi frá málinu og sagði bandaríska utanríkisráðuneytið hafa áhyggjur af möguleikanum á því að auðvelt væri nú að senda herliðið yfir til Hong Kong til þess að taka á mótmælaöldunni sem riðið hefur yfir borgina undanfarna mánuði. Stjórnvöld á meginlandi Kína hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með mótmælin. Hafa þau farið fram á að borgaryfirvöld geri það að algeru forgangsatriði að koma daglegu lífi í eðlilegt horf á ný. Mótmælin snerust upphaflega um andstöðu við frumvarp stjórnvalda um að heimila framsal til Kína. Eftir að frumvarpið var kæft hafa mótmælendur krafist rannsókna á meintu lögregluofbeldi, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og afsagnar æðsta embættismannsins Carrie Lam. Mikið fór fyrir því um síðustu helgi þegar mótmælendur tóku yfir alþjóðaflugvöll borgarinnar, án ofbeldis þó, og var flugi aflýst vegna þess. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Átök lögreglu og mótmælenda á flugvellinum í Hong Kong Óeirðarlögregla lét til skarar skríða gegn mótmælendum sem stöðvuðu flugsamgöngur annan daginn í röð. 13. ágúst 2019 16:49 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Hundruð kínverskra herlögreglumanna settu á svið heræfingu á íþróttaleikvangi í tækniborginni Shenzhen í gær, skammt frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Reuters greindi frá málinu og sagði bandaríska utanríkisráðuneytið hafa áhyggjur af möguleikanum á því að auðvelt væri nú að senda herliðið yfir til Hong Kong til þess að taka á mótmælaöldunni sem riðið hefur yfir borgina undanfarna mánuði. Stjórnvöld á meginlandi Kína hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með mótmælin. Hafa þau farið fram á að borgaryfirvöld geri það að algeru forgangsatriði að koma daglegu lífi í eðlilegt horf á ný. Mótmælin snerust upphaflega um andstöðu við frumvarp stjórnvalda um að heimila framsal til Kína. Eftir að frumvarpið var kæft hafa mótmælendur krafist rannsókna á meintu lögregluofbeldi, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og afsagnar æðsta embættismannsins Carrie Lam. Mikið fór fyrir því um síðustu helgi þegar mótmælendur tóku yfir alþjóðaflugvöll borgarinnar, án ofbeldis þó, og var flugi aflýst vegna þess.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Átök lögreglu og mótmælenda á flugvellinum í Hong Kong Óeirðarlögregla lét til skarar skríða gegn mótmælendum sem stöðvuðu flugsamgöngur annan daginn í röð. 13. ágúst 2019 16:49 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42
Átök lögreglu og mótmælenda á flugvellinum í Hong Kong Óeirðarlögregla lét til skarar skríða gegn mótmælendum sem stöðvuðu flugsamgöngur annan daginn í röð. 13. ágúst 2019 16:49
Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42