Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Höfundar kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Vísir/Friðrik Þór Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag. Þriðji orkupakkinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag.
Þriðji orkupakkinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira