Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2019 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundar með norrænum starfssystkinum sínum á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira