Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu.
Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian.
Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til.
„Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.
Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W
Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019