„Hingað og ekki lengra“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 22:00 „Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“ Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
„Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“
Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00