Vinafundur Davíð Stefánsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun