Ástæðan er grjóthrun í dag og í gær, sem slasað hefur þrjá. Þeirra á meðal var barn sem slasaðist á fæti og ferðamaður sem fékk gat á höfuðið, en meiðslin eru þó ekki talin alvarleg.
Lögreglumenn strengdu borða þvert yfir fjöruna á fjórða tímanum í dag til að marka af lokaða svæðið, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Sigurður segir þó að ferðamenn hafi ekki látið sér segjast, þeir hafi jafnvel klofað yfir gula borðann meðan lögreglumenn voru enn að athafna sig. „Ég veit því ekki hvort við náum að loka svæðinu algjörlega, en við erum að minnsta kosti að reyna,“ segir Sigurður.