Málsvörn hinsegin nemenda Sólveig Daðadóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:51 Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun