„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2019 21:30 Gott samband virðist á milli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel þýskalandskanslara. Mynd/Sigurjón „Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands. Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
„Það er mikill persónulegur heiður að taka á móti henni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi blaðamannafundar hennar og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. „Ekki bara af því að hún er áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi Evrópu heldur einnig af því að hún hefur verið mikil fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum.“ Í inngangsorðum sínum sagði Katrín að hún vildi leggja áherslu á þrjá hluti á fundi þeirra. Ris öfgaafla í Evrópu, kynjajafnrétti og umhverfismálin en hún minntist á að í gær fór fram minningarathöfn um Okjökul sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Fyrir blaðamannafundinn hafði Katrín tekið á móti Merkel á hakinu á Þingvöllum þar sem hún og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, leiddu hana um helstu kennileiti garðsins. „Ég sagði henni frá öllum hrikalegu sögunum af Þingvöllum og það er við hæfi að hittast hér á stað sem geymir svo mikið af sagnaminni þjóðarinnar,“ sagði Katrín. Angela Merkel hlýðir á Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð á Þingvöllum segja frá sögu garðsins.Mynd/Egill„Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands,“ sagði Angela Merkel í stuttu ávarpi. „Það er ótrúleg tilfinning að ganga um Þingvelli.“ Hún sagði að það væri við hæfi að hittast á Þingvöllum þar sem Alþingi var fyrst stofnað og er vagga lýðræðis á Íslandi. Hún sagði það góða áminningu um að berjast áfram fyrir lýðræðislegum gildum. Meðal þess sem Merkel ræddi við Katrínu voru samskipti Evrópuríkja vestur yfir Atlantshafið og vísaði þar aftur til Þingvalla. „Við erum hér stödd á mótum jarðflekanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa sögulega verið góð. Samskipti þvert yfir Atlantshafið eru sögulega góð. Bæði Þýskaland og Ísland hafa reitt sig á aðstöð Bandaríkjanna líkt og Marshall aðstoðin er dæmi um.“ Þá var Merkel jafnréttismálin einnig hugleikin og hrósaði Íslandi í þeim efnum. „Það er heiður að vera gestur á landi sem státar sig af því að vera á toppi jafnréttisvísitölu World Economic Forum. Þýskaland er í fjórtánda sæti og þarf að herða sig í þeim efnum. Sérstaklega þegar kemur að viðskiptalífinu og stjórnmálunum.“ Að lokum tók hún undir með Katrínu um að umhverfismálin væru eitt mikilvægasta viðfangsefnið. „Ég er ánægð að hafa kynnst forsætisráðherra sem er svo umhugað um framtíðina,“ sagði Merkel um Katrínu. Hún nefndi eigin reynslusögu af því að hafa nær verið strandaglópur í Bandaríkjunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslensk náttúruöfl séu áminning um að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Við þurfum að sýna auðmýkt gagnvart náttúrunni.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis af blaðamannafundi katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Angelu Merkel, Kanslara Þýskalands.
Íslandsvinir Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19. ágúst 2019 18:48
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33