Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 21:42 Vinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu. Vísir/KMU. Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði en stjórnarformaður Vesturverks segir yfirvöld fremur hafa viljað nýta núverandi veglínu til að valda sem minnstum umhverfisáhrifum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, sem áformar Hvalárvirkjun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Verktakar á vegum Vesturverks vinna þessa dagana að endurbótum vegarins um Ingólfsfjörð svo hann geti nýst flutningum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, bendir á að aðrar leiðir hafi verið skoðaðar á fyrri stigum. „Meðal annars að byggja bryggju í Ófeigsfirði. Það er hægt að flytja stór tæki til dæmis á prömmum og þetta hefur verið gert. Sjálfur hef ég séð virkjanir erlendis þar sem þannig háttar að ekkert vegarsamband er. Þetta er hægt að gera."Séð yfir bæjarhúsin í Ófeigsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er hægt að leggja veg úr Djúpinu og yfir Ófeigsfjarðarheiði og inn á Hvalársvæðið. Það er hægt að leggja veg frá Steingrímsfjarðarheiði inn á Ófeigsfjarðarheiði. Þá leið höfum við nýtt að vetrarlagi á snjó,“ segir Ásgeir. Vinnuvélarnar eru nú í norðanverðum Ingólfsfirði. Senn líður að því að þær nálgist jörðina Seljanes en þar hafa landeigendur hótað því að koma í veg fyrir vegagerðina. Ásgeir telur að það sé minnihluti landeigenda á Seljanesi sem leggist gegn framkvæmdunum og segir að hluti landeigenda hafi lýst yfir stuðningi við þær.Frá Seljanesi. Jörðin er á nesinu milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hins vegar hafa yfirvöld beint því til okkar að reyna að nýta veginn sem fyrir liggur og þá veglínu sem þar er, eins og frekast er kostur, frekar en að fara í aðrar leiðir, sem ég var að nefna áðan, vegna þess að það myndi hafa meiri umhverfisáhrif í för með sér, og sveitarfélagið yrði þá af þeim samgöngubótum sem nú er verið að vinna að.“Frá veginum milli Ófeigsfjarðar og Seljaness. Ófeigsfjarðarbærinn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ásgeir segir Vesturverk telja sig vera í fullum rétti til að lagfæra veginn um Seljanes og Vegagerðin sé því sammála. En hvað ef fólk leggst til dæmis fyrir vinnuvélar á Seljanesi? „Þá tel ég að það sé lögreglumál, eins og dæmin sanna. Við höfum heimildir til þess að gera þetta. Við höfum leyfi yfirvalda til þess. Og ef að fólk vill stöðva það með einhverjum slíkum ráðum þá held ég að það sé komið hinumegin við lögin,“ svarar Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði en stjórnarformaður Vesturverks segir yfirvöld fremur hafa viljað nýta núverandi veglínu til að valda sem minnstum umhverfisáhrifum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, sem áformar Hvalárvirkjun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Verktakar á vegum Vesturverks vinna þessa dagana að endurbótum vegarins um Ingólfsfjörð svo hann geti nýst flutningum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, bendir á að aðrar leiðir hafi verið skoðaðar á fyrri stigum. „Meðal annars að byggja bryggju í Ófeigsfirði. Það er hægt að flytja stór tæki til dæmis á prömmum og þetta hefur verið gert. Sjálfur hef ég séð virkjanir erlendis þar sem þannig háttar að ekkert vegarsamband er. Þetta er hægt að gera."Séð yfir bæjarhúsin í Ófeigsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er hægt að leggja veg úr Djúpinu og yfir Ófeigsfjarðarheiði og inn á Hvalársvæðið. Það er hægt að leggja veg frá Steingrímsfjarðarheiði inn á Ófeigsfjarðarheiði. Þá leið höfum við nýtt að vetrarlagi á snjó,“ segir Ásgeir. Vinnuvélarnar eru nú í norðanverðum Ingólfsfirði. Senn líður að því að þær nálgist jörðina Seljanes en þar hafa landeigendur hótað því að koma í veg fyrir vegagerðina. Ásgeir telur að það sé minnihluti landeigenda á Seljanesi sem leggist gegn framkvæmdunum og segir að hluti landeigenda hafi lýst yfir stuðningi við þær.Frá Seljanesi. Jörðin er á nesinu milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hins vegar hafa yfirvöld beint því til okkar að reyna að nýta veginn sem fyrir liggur og þá veglínu sem þar er, eins og frekast er kostur, frekar en að fara í aðrar leiðir, sem ég var að nefna áðan, vegna þess að það myndi hafa meiri umhverfisáhrif í för með sér, og sveitarfélagið yrði þá af þeim samgöngubótum sem nú er verið að vinna að.“Frá veginum milli Ófeigsfjarðar og Seljaness. Ófeigsfjarðarbærinn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ásgeir segir Vesturverk telja sig vera í fullum rétti til að lagfæra veginn um Seljanes og Vegagerðin sé því sammála. En hvað ef fólk leggst til dæmis fyrir vinnuvélar á Seljanesi? „Þá tel ég að það sé lögreglumál, eins og dæmin sanna. Við höfum heimildir til þess að gera þetta. Við höfum leyfi yfirvalda til þess. Og ef að fólk vill stöðva það með einhverjum slíkum ráðum þá held ég að það sé komið hinumegin við lögin,“ svarar Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31
Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00
Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent