Hringvegurinn loksins kláraður en með hjálp leiðarbreytingar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 23:34 Nýja brúin yfir Berufjörð hefur nú verið tekin í notkun. Með henni hvarf síðasti malarkafli hringvegarins. Vísir/Stöð 2 Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57
Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37
Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17
Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30