Aðrar leiðir Þórarinn Þórarinsson skrifar 2. ágúst 2019 08:30 Ég er kvíðasjúklingur og get því alltaf fundið eitthvað til þess að kaldsvitna yfir af áhyggjum, missa matarlyst af stressi og liggja andvaka heilu og hálfu næturnar. Sæki þannig alltaf í súru molana í konfektkassa Forrests Gump frekar en að smakka á nýjum og girnilegum og taka sénsinn á að þeir innihaldi lífsfyllingu frekar en eitur, tómata eða súrsaðar gúrkur. Ég er búinn að vera að æfa mig aðeins í þessu og það er meira að segja kvíðinn minn sem er að reka mig út á nýjar brautir í krafti óttans við dauðann, hnattræna hlýnun og framtíð afkomenda minna. Ég legg mig því allan fram um að kolefnisjafna kjötát mitt, vanafestu og sérgæsku með því að eyða sem nemur í það minnsta einum vinnudegi á viku í að skrúbba plastumbúðir, leysa upp límmiða, skola pappafernur, flokka rusl og skila. Þessar stundir hafa reynst mér svo gefandi að það má eiginlega tala um þær sem endurvinnslu á tíma sem ég nota til þess að hugleiða og æfa mig í að láta hugann reika án þess að steyta á áhyggjuskeri. Loftslagskvíðinn hefur líka gefið mér svo undursamlegar gæðastundir á daglegum gönguferðum til og frá vinnu að ég vildi óska að ég þyrfti aldrei framar að setjast upp í bíl. Á röltinu finnur maður nefnilega svo áberandi fyrir því að lífið er ævintýri svo lengi sem maður gætir þess að ganga aldrei sömu leiðina meira en tvo daga í röð. Útúrdúrar, Unnarstígur í gær, Hrannarstígur í dag og krókar sem jafnvel lengja leiðina bæta stöðugt við nýjum aukapersónum og fleiri kisum í söguna endalausu. Það er svo geggjað að ganga og hugsa eftir nýjum leiðum að maður getur meira að segja gleymt áhyggjum sínum þegar maður er svo upptekinn við að upplifa. Eitthvað nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Ég er kvíðasjúklingur og get því alltaf fundið eitthvað til þess að kaldsvitna yfir af áhyggjum, missa matarlyst af stressi og liggja andvaka heilu og hálfu næturnar. Sæki þannig alltaf í súru molana í konfektkassa Forrests Gump frekar en að smakka á nýjum og girnilegum og taka sénsinn á að þeir innihaldi lífsfyllingu frekar en eitur, tómata eða súrsaðar gúrkur. Ég er búinn að vera að æfa mig aðeins í þessu og það er meira að segja kvíðinn minn sem er að reka mig út á nýjar brautir í krafti óttans við dauðann, hnattræna hlýnun og framtíð afkomenda minna. Ég legg mig því allan fram um að kolefnisjafna kjötát mitt, vanafestu og sérgæsku með því að eyða sem nemur í það minnsta einum vinnudegi á viku í að skrúbba plastumbúðir, leysa upp límmiða, skola pappafernur, flokka rusl og skila. Þessar stundir hafa reynst mér svo gefandi að það má eiginlega tala um þær sem endurvinnslu á tíma sem ég nota til þess að hugleiða og æfa mig í að láta hugann reika án þess að steyta á áhyggjuskeri. Loftslagskvíðinn hefur líka gefið mér svo undursamlegar gæðastundir á daglegum gönguferðum til og frá vinnu að ég vildi óska að ég þyrfti aldrei framar að setjast upp í bíl. Á röltinu finnur maður nefnilega svo áberandi fyrir því að lífið er ævintýri svo lengi sem maður gætir þess að ganga aldrei sömu leiðina meira en tvo daga í röð. Útúrdúrar, Unnarstígur í gær, Hrannarstígur í dag og krókar sem jafnvel lengja leiðina bæta stöðugt við nýjum aukapersónum og fleiri kisum í söguna endalausu. Það er svo geggjað að ganga og hugsa eftir nýjum leiðum að maður getur meira að segja gleymt áhyggjum sínum þegar maður er svo upptekinn við að upplifa. Eitthvað nýtt.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun