Bjartar sveiflur spila fyrir vestan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:45 Hljómsveitin Bjartar sveiflur mætir á Flateyri annað sumarið í röð. Mynd/Magnús Andersen Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira
Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira