Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2019 15:09 Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30
Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38
Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30