Egill Einarsson, Auðunn Blöndal og Hjörvar Hafliðason sendu út frá Eyjum í gær.Instagram/Auðunn Blöndal
Félagarnir í FM95BLÖ sendu vikulegan föstudagsþátt sinn út frá Vestmannaeyjum í gær. Í Vestmannaeyjum stendur mikið til enda þjóðhátíð, stærsta útihátíð landsins, í fullum gangi.
Drengirnir voru staddir á Tanganum þar sem þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hjörvar Hafliðason, í fjarveru Steinda Jr., héldu uppi fjörugri dagskrá þar sem þeir heyrðu meðal annars í félaga sínu Brjáni Breka og var farið í spurningakeppni Gillzarans sem bar heitið King of the Island þetta skiptið.