Fréttir herma að um 14 þúsund manns hafi ákveðið að taka þátt í mótmælunum, þar á meðal flugmenn, kennarar, byggingarverkamenn, verkfræðingar. Þá lokuðu mótmælendur lestarleiðum í Hong Kong með því að halda dyrum lestanna opnum og koma þar með í veg fyrir að lestirnar gætu lagt af stað.
Mótmælendur stóðu einnig fyrir umferðartöfum með því að hefta flæði umferðar inn í borgina á háannatíma. Margir sögðust einnig ætla að taka þátt í mótmælunum með því að hringja sig inn veika í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að ökumaður bíls reyndi að brjóta sér leið í gegnum farartálma, líkt og sjá má á myndbandi hér að neðan.
Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong, hefur varað mótmælendur við því með frekari mótmælum og verkföllum séu mótmælendur komnir á „hættulegar slóðir.“
Á laugardag lentu mótmælendur í útistöðum við óeirðalögreglu sem beitti táragasi, piparúða og valdi gegn mótmælendum á nokkrum stöðum innan borgarinnar Hong Kong. Tuttugu voru handteknir en mótmælendur segja lögreglu beita harðari aðgerðum nú en áður til þess að glíma við mótmælin.
Scene at HK airport’s Cathay Pacific check-in now. The airline has cancelled over 140 flights today @bloombergtv@tictoc#TicTocNewspic.twitter.com/fxq3ldqzUz
— Adrian Wong (@AdrianWongTV) August 4, 2019
Civil disobedience at Lai King MTR station. Photo by @fong_fifi#HKstrikepic.twitter.com/RJl7ahMjIU
— Elaine Yu (@yuenok) August 5, 2019
Civil disobedience at its finest.
General strike in Hong Kong today, drivers in Tai Po are helping out by practicing their turning skills.#hongkongprotests#strikepic.twitter.com/Vb7kbEVJVP
— Denise Ho (HOCC) (@hoccgoomusic) August 5, 2019