Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. ágúst 2019 13:15 Frá aðgerðum um helgina Vísir/Sunna Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. Um fimmtíu grindhvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudagskvöld. Nær allar götur síðan hafa staðið yfir aðgerðir í fjörunni, þar sem björgunarsveitarfólk hefur ýmist náð að losa dýrin og ýta þeim aftur á haf út, eða losa hræ þeirra hvala sem ekki tókst að bjarga. Stefnt var að því að losa síðustu fjögur hræin sem eftir voru í gærkvöldi, sem tókst ekki alveg því einu varð ekki haggað. „Það gekk reyndar vel með eitt dýrið en tvö þeirra voru erfiðari því að það er verið að myndast gasmyndun í dýrunum. Þá er erfiðara að sökkva þeim og það verður því erfiðara með hverjum deginum. Sérstaklega ef dýrin eru stór,“ sagði Bergný Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra hjá Suðurnesjabæ, í hádegisfréttum Bylgjunna en hún hefur fylgst með aðgerðum um helgina. „Það sem eftir er er minna og vonandi gengur það betur,“ bætti hún bið. Björgunarsveitarfólk var því aftur ræst út í hádeginu í von um að koma síðasta hræinu á brott. „Þetta dýr sem eftir er í fjörunnni á Garðskaga það fór sjálft á flot í gær, fór aftur á land á öðrum stað. Önnur dýr hafa enn þá ekki rekið upp. Vonandi verður það þannig. Vonandi takast þessar aðgerðir þannig að við þurfum ekki bara að halda áfram í næstu viku hvað þetta varðar,“ sagði Bergný.Fljótlega var þó tekin ákvörðun um að urða síðasta hræið í fjörunni. Grafið var tvo metra niður og hræinu komið þar fyrir. Segir Bergný að áfram verði fylgst með þróun mála og hvort að einhver hræ muni aftur reka á land. Nú sé þó aðgerðum að mestu lokið, löng og ströng vakt því á enda.Það er nóg að eyða einni verslunarmannahelgi í þetta?„Já, það er búið að vera löng og ströng verslunarmannahelgi, sérstaklega hjá björgunarsveitamönnum.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29 Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum. 3. ágúst 2019 10:29
Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4. ágúst 2019 12:15