Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:34 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14
Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44