Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 11:47 Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Vísir/Hanna „Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
„Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13