Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 13:33 Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar. Vísir/EPA Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Hverfandi líkur séu á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að meintir mannræningjar haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Þetta sagði Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi í Lillestrøm í hádeginu. Svein Holden lögmaður Hagen-fjölskyldunnar greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hinir ætluðu mannræningjar hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 8. júlí síðastliðinn eftir langt hlé. Þeir hafi lýst því yfir að Anne-Elisabeth væri á lífi, þó að fjölskyldunni hafi ekki borist staðfesting þess efnis, og veitt frekari upplýsingar um hvarf hennar. Lögregla boðaði svo til blaðamannafundar vegna hvarfs Anne-Elisabeth klukkan tvö að norskum tíma í dag, eða klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Þar ítrekaði Brøske óbreytta afstöðu lögreglu, sem gaf það út í júní að Anne-Elisabeth hefði líklega verið myrt. Henni hafi þannig ekki verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið jafnvel verið sett á svið. Holden gagnrýndi þessa stefnubreytingu lögreglu á sínum tíma. „Eins og áður leggjum við áherslu á að við höfum engar sannanir fyrir því að hún sé látin og getum þar af leiðandi ekki útilokað möguleikann á því að hún sé á lífi,“ sagði Brøske. „En við stöndum við ályktanir okkar frá því fyrr í sumar. […] Þegar hér er komið sögu, og þangað til það kemur fram trúverðug og nýleg sönnun fyrir því að hún sé á lífi, stendur lögregla við kenningar sínar um að við stöndum líklega frammi fyrir morði.“Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra.Norska lögreglanEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Holden sagði á blaðamannafundinum í morgun að fjölskyldan vænti þess nú að skrið komist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort ræningjarnir væru norskir.Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi lögreglu í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Hverfandi líkur séu á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að meintir mannræningjar haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Þetta sagði Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi í Lillestrøm í hádeginu. Svein Holden lögmaður Hagen-fjölskyldunnar greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hinir ætluðu mannræningjar hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 8. júlí síðastliðinn eftir langt hlé. Þeir hafi lýst því yfir að Anne-Elisabeth væri á lífi, þó að fjölskyldunni hafi ekki borist staðfesting þess efnis, og veitt frekari upplýsingar um hvarf hennar. Lögregla boðaði svo til blaðamannafundar vegna hvarfs Anne-Elisabeth klukkan tvö að norskum tíma í dag, eða klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Þar ítrekaði Brøske óbreytta afstöðu lögreglu, sem gaf það út í júní að Anne-Elisabeth hefði líklega verið myrt. Henni hafi þannig ekki verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið jafnvel verið sett á svið. Holden gagnrýndi þessa stefnubreytingu lögreglu á sínum tíma. „Eins og áður leggjum við áherslu á að við höfum engar sannanir fyrir því að hún sé látin og getum þar af leiðandi ekki útilokað möguleikann á því að hún sé á lífi,“ sagði Brøske. „En við stöndum við ályktanir okkar frá því fyrr í sumar. […] Þegar hér er komið sögu, og þangað til það kemur fram trúverðug og nýleg sönnun fyrir því að hún sé á lífi, stendur lögregla við kenningar sínar um að við stöndum líklega frammi fyrir morði.“Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra.Norska lögreglanEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Holden sagði á blaðamannafundinum í morgun að fjölskyldan vænti þess nú að skrið komist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort ræningjarnir væru norskir.Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi lögreglu í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14
Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34
Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent