Tekur þátt í stærstu sviðslistahátíð heims Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Hún segir sýningarnar hafa gengið einstaklega vel hingað til, fyrir utan eina, þar sem einungis þrír gestir mættu. Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug. Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug.
Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira