Besti leikmaður HM 2010 leggur skóna á hilluna Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Forlán varð Englandsmeistari með Man Utd 2003 vísir/getty Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019 Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira
Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019
Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira