Er þetta það sem við viljum sjálf í ellinni? Signa Hrönn Stefánsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 12:01 Þann 4. ágúst átti konan sem ég lít hvað mest upp til afmæli. Þessi kona er amma mín hún Signa. Hún er fædd 1933 og er því 86 ára. Hún er ekta íslensk kona, eignaðist þrjú börn og mann. Hún vann úti og var 150% móðir og síđar amma og langamma. Afmælisdagar eru gleđidagar en þann 4. ágúst var ég og er ég samt sorgmædd og barasta reið. Ég er sorgmædd yfir því að amma er horfin inn í heim heilabilunar. Èg er reið þegar ég sé hvað mamma, systir mömmu og ađstandendur allir eru áhyggfullir þegar þađ er bara einn á vakt á deildinni hennar ömmu. Amma mín og afi unnu alla sína hunds og kattar tíð, máttu ekkert aumt sjá og voru alltaf reiđubúin til rétta hjálparhönd ef eitthvađ bjátađi á. Hver svo sem átti í hlut. Í dag býr amma á öldrunarheimili á Akureyri. Heilabilunin veldur þvì að hún er algjörlega ósjálfbjarga varđandi daglegar þarfir, hvort sem það er að borða eđa annað. Á hennar deild eru níu einstaklingar. Fjórir eru bundnir viđ hjólastól og/eđa rúmliggjandi. Tveir geta ekki matast sjálfir auk þriggja sem þurfa mikla ađstođ viđ matarborđiđ, allir einstaklingarnir þurfa aðstoð. Langflest starfsfólk deildarinnar stendur sig óađfinnanlega. Þađ gerir sitt allra besta til ađ ìbùum líđi sem best. Verkefni starfsfólksins, auk þess ađ sinna íbúunum, er ađ þvo allan þvott heimilisins, halda heimilinu snyrtilegu, halda íbúunun hreinum, elda allar máltíđir (nema hádegis) og ganga frá. Þađ eru, eða eiga að vera tveir starfsmenn á vakt međ þessa nìu eistaklinga og þađ segir sig sjálft ađ öll félagsleg umönnun verđur fremur lítil og oft engin. Veikindi starfsmanna eru mikil og þegar starfsmađur er veikur þá má ađeins kalla út afleysingu ì 5 klst. Þannig ađ ađeins einn starfsmađur á ađ vinna þessa 3 klst sem upp á vantar. Þađ eru jú hjúkrunarfræđingar á vakt í húsinu en þeir eru ađ sinna 5 deildum eđa 45 íbúum og meiri hluta sólarhringsins og um helgar er ađeins einn hjùkrunarfræđingur á vakt. Þetta bara getur ekki veriđ löglegt. Allavega ekki siđferđislega rétt. Hvorki gagnvart íbúunum né starfsfólkinu.- EIN manneskja á vakt já ég sagði EIN manneskja, allir sem eitthvað vit hafa sjá að þetta gengur ekki upp. Hvernig á EIN manneskja að geta sinnt öllu þessu fólki og þeirra þörfum, klósettferðum, baðferðum, gefa þessum 2 sem þurfa 100% þjónustu við matarborðið að borða og á meðan að þjónusta hina við matartímann, hvernig á eina manneskj að geta veitt þeim félagsskap og þar fram eftir götunum. Þetta er einfaldlega EKKI hægt. Og ekki einu sinni hægt þó að vaktin sé fullmönnuð, því fullmönnuð vakt telur aðeins tvo starfsmenn. Um daginn kom móðursystir mín í heimsókn til móður sinnar, og hvað var það sem blasti við henni ?? Amma hágrét ein í hjólastólnum sínum. Hvar var starfsfólkið? Starfmaðurinn var jú að vinna sína vinnu eins vel og hann gat, kófsveittur og mjög þreyttur. En eins og ég segi að ofan þá sjá það allir, nema (sorry orðbragðið sem ég nota) fávitarnir sem stjórna þessu batteryi að þetta gengur ekki upp. Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið sem svona ástand er, ég veit ekki hversu oft mamma mín, systir hennar eða aðrir aðstandendur íbúa þarna hafa græjað kaffitímana eða annað á heimilinu því þessi EINI sem er á vakt er upptekinn við að sinna íbúa, því fólkið vill jú fá að borða á réttum tíma, það á ekki að þurfa að bíða endalaust eftir öllu.... Er fólk svo hissa á að starfsólk fari í svokallað burn out? þetta er engum bjóðandi, starfsfólkið á „gólfinu“ gerir allt sitt besta og ég get ekki sett út á neitt sem þau gera, þau eru undir sjúklegu álagi og pressu, og svo ef einhver vogar sér að skrifa svona eins og ég geri eða tala um þetta þá bitnar þetta því miður á fólkinu sem á allt það besta skilið en þeir sem virkilega eiga taka þetta til sín er svo drullusama. Því miður hef ég litla trú á að þetta muni breytast í náinni framtíð og ljótt að segja það að ég vona að ég fari á næsta afmælisdegi elsku ömmu Signu uppí kirkjugarð að kveikja á kerti þar fyrir hana heldur en að verða reið og sár yfir því sem ég sé upp á öldrunarheimili. Svo til að bæta gráu ofaná svart heyrir gamla fólkiđ í hverjum fréttatíma ađ þjóđin standi fyrir þeim mikla vanda ađ gamla fólkiđ lifi of lengi og þađ sé allt of dýrt fyrir þjóðfélagið. Og að heyra íbúa á heimilinu segja, ætlli það væri nú ekki best fyrir alla að lóga okkur bara, já þetta sagði einn íbúi, hversu sárt ætli það sé að heyra daglega að þú sért byrði á þjóðfélagið. En áður en ég hleypi þessu út í kosmósið vil ég endurtaka að ALLT það starfsfólk sem ég hef haft samskipti af þegar ég er hjá ömmu og var hjá afa eru fullkomin og EKKERT við þau að sakast því þau eru því miður bara lítil peð og fá engu ráðið og verða bara að hlíđa, (afsakið aftur orðbragðið) fávitunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þann 4. ágúst átti konan sem ég lít hvað mest upp til afmæli. Þessi kona er amma mín hún Signa. Hún er fædd 1933 og er því 86 ára. Hún er ekta íslensk kona, eignaðist þrjú börn og mann. Hún vann úti og var 150% móðir og síđar amma og langamma. Afmælisdagar eru gleđidagar en þann 4. ágúst var ég og er ég samt sorgmædd og barasta reið. Ég er sorgmædd yfir því að amma er horfin inn í heim heilabilunar. Èg er reið þegar ég sé hvað mamma, systir mömmu og ađstandendur allir eru áhyggfullir þegar þađ er bara einn á vakt á deildinni hennar ömmu. Amma mín og afi unnu alla sína hunds og kattar tíð, máttu ekkert aumt sjá og voru alltaf reiđubúin til rétta hjálparhönd ef eitthvađ bjátađi á. Hver svo sem átti í hlut. Í dag býr amma á öldrunarheimili á Akureyri. Heilabilunin veldur þvì að hún er algjörlega ósjálfbjarga varđandi daglegar þarfir, hvort sem það er að borða eđa annað. Á hennar deild eru níu einstaklingar. Fjórir eru bundnir viđ hjólastól og/eđa rúmliggjandi. Tveir geta ekki matast sjálfir auk þriggja sem þurfa mikla ađstođ viđ matarborđiđ, allir einstaklingarnir þurfa aðstoð. Langflest starfsfólk deildarinnar stendur sig óađfinnanlega. Þađ gerir sitt allra besta til ađ ìbùum líđi sem best. Verkefni starfsfólksins, auk þess ađ sinna íbúunum, er ađ þvo allan þvott heimilisins, halda heimilinu snyrtilegu, halda íbúunun hreinum, elda allar máltíđir (nema hádegis) og ganga frá. Þađ eru, eða eiga að vera tveir starfsmenn á vakt međ þessa nìu eistaklinga og þađ segir sig sjálft ađ öll félagsleg umönnun verđur fremur lítil og oft engin. Veikindi starfsmanna eru mikil og þegar starfsmađur er veikur þá má ađeins kalla út afleysingu ì 5 klst. Þannig ađ ađeins einn starfsmađur á ađ vinna þessa 3 klst sem upp á vantar. Þađ eru jú hjúkrunarfræđingar á vakt í húsinu en þeir eru ađ sinna 5 deildum eđa 45 íbúum og meiri hluta sólarhringsins og um helgar er ađeins einn hjùkrunarfræđingur á vakt. Þetta bara getur ekki veriđ löglegt. Allavega ekki siđferđislega rétt. Hvorki gagnvart íbúunum né starfsfólkinu.- EIN manneskja á vakt já ég sagði EIN manneskja, allir sem eitthvað vit hafa sjá að þetta gengur ekki upp. Hvernig á EIN manneskja að geta sinnt öllu þessu fólki og þeirra þörfum, klósettferðum, baðferðum, gefa þessum 2 sem þurfa 100% þjónustu við matarborðið að borða og á meðan að þjónusta hina við matartímann, hvernig á eina manneskj að geta veitt þeim félagsskap og þar fram eftir götunum. Þetta er einfaldlega EKKI hægt. Og ekki einu sinni hægt þó að vaktin sé fullmönnuð, því fullmönnuð vakt telur aðeins tvo starfsmenn. Um daginn kom móðursystir mín í heimsókn til móður sinnar, og hvað var það sem blasti við henni ?? Amma hágrét ein í hjólastólnum sínum. Hvar var starfsfólkið? Starfmaðurinn var jú að vinna sína vinnu eins vel og hann gat, kófsveittur og mjög þreyttur. En eins og ég segi að ofan þá sjá það allir, nema (sorry orðbragðið sem ég nota) fávitarnir sem stjórna þessu batteryi að þetta gengur ekki upp. Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið sem svona ástand er, ég veit ekki hversu oft mamma mín, systir hennar eða aðrir aðstandendur íbúa þarna hafa græjað kaffitímana eða annað á heimilinu því þessi EINI sem er á vakt er upptekinn við að sinna íbúa, því fólkið vill jú fá að borða á réttum tíma, það á ekki að þurfa að bíða endalaust eftir öllu.... Er fólk svo hissa á að starfsólk fari í svokallað burn out? þetta er engum bjóðandi, starfsfólkið á „gólfinu“ gerir allt sitt besta og ég get ekki sett út á neitt sem þau gera, þau eru undir sjúklegu álagi og pressu, og svo ef einhver vogar sér að skrifa svona eins og ég geri eða tala um þetta þá bitnar þetta því miður á fólkinu sem á allt það besta skilið en þeir sem virkilega eiga taka þetta til sín er svo drullusama. Því miður hef ég litla trú á að þetta muni breytast í náinni framtíð og ljótt að segja það að ég vona að ég fari á næsta afmælisdegi elsku ömmu Signu uppí kirkjugarð að kveikja á kerti þar fyrir hana heldur en að verða reið og sár yfir því sem ég sé upp á öldrunarheimili. Svo til að bæta gráu ofaná svart heyrir gamla fólkiđ í hverjum fréttatíma ađ þjóđin standi fyrir þeim mikla vanda ađ gamla fólkiđ lifi of lengi og þađ sé allt of dýrt fyrir þjóðfélagið. Og að heyra íbúa á heimilinu segja, ætlli það væri nú ekki best fyrir alla að lóga okkur bara, já þetta sagði einn íbúi, hversu sárt ætli það sé að heyra daglega að þú sért byrði á þjóðfélagið. En áður en ég hleypi þessu út í kosmósið vil ég endurtaka að ALLT það starfsfólk sem ég hef haft samskipti af þegar ég er hjá ömmu og var hjá afa eru fullkomin og EKKERT við þau að sakast því þau eru því miður bara lítil peð og fá engu ráðið og verða bara að hlíđa, (afsakið aftur orðbragðið) fávitunum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun