Þurfa ekki að svara kröfubréfum frá þýsku fyrirtæki Ari Brynjólfsson skrifar 8. ágúst 2019 07:30 Bréf VRE til lítils fyrirtækis hefði kostað mikið fé ef því hefði verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira