Tónleikarnir opna á að aðrar stórstjörnur komi hingað til lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 11:53 Tugþúsundir munu sækja tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli. Vísir/Getty Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur.
Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37
Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15
Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53