Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 12:31 Þórhildur Ólöf Helgadóttir. Mynd/Íslandspóstur Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13